Hryllingurinn í Miðausturlöndum - hvað er til ráða ?

Til viðbótar öllum þeim hörmungum og mannfórnum sem hafa átt sér stað í stríðshrjáðum Miðausturlöndum, sérstaklega í Írak,Sýrlandi og Líbýu auk Jemen og Afganistans,bætist nú við nýr vandi: Fólk að leita sér skjóls í löndum Evrópu. Hörmungarnar eru ólýsanlegar sem hafa dunið yfir þetta fólk sem þar býr og ekki síður þá sem hafa kosið að flýja heimalönd sín.

Hafi ástandið ekki verið nógu slæmt fyrir eru uppreisnaröflin ISIL,sem kenna sig við íslamskt ríki,langt komin að leggja innviði þessara landa endanlega í rúst. Ástandið er ekki tímabundið heldur viðvarandi næstu áratugina, því miður.Ógjörningur reynist að fá ISIL liða til að leggja niður vopn eða semja við þá. Mannvonskan og brjálæðar hugmyndir þeirra um Kalífaríki með stjórnarhætti í anda öfgafyllstu stafkróka Kóransins gerir þá að mestu hættu sem á Miðausturlöndum hefur dunið og jafnvel að Evrópu.Þau sem flýja löndin í Austur-Afriku eru að flýja harðstjórn heima fyrir og fátækt og flestir þeirra lenda í flóttamannabúðum á Ítalíu.

Milljónir flóttamanna frá Sýrlandi og Írak eru nú í flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon.Mannhafið sem er að flýja þessi átök, einfaldlega til að bjarga lífi sínu, er of mikið til að hægt sé að taka við þeim sem þátttakendum í þjóðfélögum Evrópu.

Friði þarf að koma á í löndunum en varla er það unnt nema með stigvaxandi hernaði og loksins ætlar Tyrkland að taka beinan þátt í hernaðinum við að ráða niðurlögum ÍSILs. Á meðan ættu Evrópulöndin sem ekki standa í hernaði að sjá sóma sinn að bjarga fólkinu.

Sækja það til Líbanon,Tyrklands eða Jordaníu og koma þeim fyrir í búðum, sem allt eins gætu verið hótel sem tekin eru á leigu af ESB og fleiri ríkjum sem eru aflögufær. Þar hefði fólkið dvalarleyfi og aðhlynningu þar til friður kemst á í heimalöndum þeirra.Við Íslendingar gætum aðstoðað eins og áður með björgunarstörfum,aðhlynningu,fjármögnun búðanna og ekki síst sent til búðanna matargjafir (makríl og annað fiskmeti) og föt.Vetur fer í hönd og þessu fólki þarf að bjarga núna en ekki bíða eftir að þau komi sér við illan leik sjálf og mest án alls skipulags og eftirlits þeirra sem við þeim taka,nauðugir viljugir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Segið þessum ógæfulöndum að skipta yfir í KRISTNA-RÍKIS-TRÚ:

="Til þess að hver sem að á mig trúir glatist ekki".

=Þetta gætu ríkisstjórnir þessara ógæfu-landa gert bara með 1 pennastriki.

Jón Þórhallsson, 30.8.2015 kl. 11:51

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Þetta er nú kannski einum of langt gengið í patentlausnum,ekki satt Jón?

Sigurður Ingólfsson, 30.8.2015 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband