Hin nýja stétt

Erfitt er að finna hugtak yfir alla þá sem rann blóðið til skyldunnar vegna ástandsins sem skapaðist hér vikurnar tvær um síðustu mánaðarmót. Hápunkti þess ástands var náð í og eftir klukkutíma langan Kastljósþátt þann þriðja apríl.

Hundruðum og þúsundum saman "greip fólk til vopna", Skriffæri penslar og lyklaborð.Kröfuspjöld og hávaðamótmæli,köll og ræðuhöld.Fjölmiðlar af öllu öllu tagi voru gjörnýttir. Dagblöð,vikublöð, sjónvarp og síðast en ekki síst samskiptamiðlar enda ná þeir til flestra landsmanna og þar geta allir viðrað sína skoðun.

Hér er á ferðinni hin fjölmenna stétt hugvinnslufólks.Hún reyndar nær yfir alflestar vinnandi stéttir. Þessar vikur var hún yfirstéttin. Sú sem reynir með öllum tiltækum ráðum að hafa áhrif á aðra.Til að komast þar til metorða þarftu helst að geta snúið sem flestum á þitt band. Skoðanakannanir eru seinvirkar og sýna ekki rétta mynd í hita augnabliksins.

Þá er tími hugvinnslufólksins. Sumir þeirra eru launaðir og því atvinnumenn og eru auðvitað öðrum fremri.Aðrir vilja allt til vinna að geta pirrað og ergt sem flesta með skrifum sínum og svo er til fólk sem skrifar, knúið af eldi hugsjóna.    

Nú á tímum tækninýjunga og sjálfvirkni fer fiskvinnslufólki ört fækkandi.Öldin okkar er öld hugvinnslufólksins. Og gott ef ekki er,þá verða í þeirri stétt fljótlega þjóðin öll. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband