Rússneskur eldflaugapallur eða moska í Sogamýri

það hefur ekki lítið gengið á síðan oddviti Framsóknarflokksins kom með þá tillögu í kosningabaráttunni að afturkalla skyldi lóð undir trúarhús muslima, mosku, við Suðurlandsbraut á móts við enda Langholtsvegar.

Engu er líkara en að sameinaðir mykjudreifarar í netheimum  og í fjölmiðlum hafi keppst við að ata hana sem mestum auri í pólitískum tilgangi og kalla hana illum nöfnum. Ég Þekki marga muslima og veit að þeir eru upp til hópa gott fólk þó að innan um og saman við finnist ódæðismenn af verstu gerð eins og fréttir síðustu missera bera vott um.

Sjálfur er ég sammála Sveinbjörgu um að þetta er slæmur staður fyrir slíkt hús en það er engin yfirlýsing um hvort iðkendur trúarinnar er gott fólk eða slæmt. Út í þá sálma er óþarft að fara þegar lóðaúthlutanir eiga í hlut. Muslimar geta reist sína mosku á minna áberandi stað en við eiginlegt hlið Reykjavíkurborgar. Fram hjá henni eiga milljónir ferðamanna sem og landsmenn eftir að fara. Útlendingarnir eiga þá eftir að hugsa mér sér. "Það er aldeilis að muslimar hafa ítök í þessu landi". Það er kannski fulllangt seilst til jafnaðar, að ímynda sér að ef þarna stæði rússneskur eldflaugapallur þá mundi sama fólk hugsa. "Það er aldeilis að Rússarnir hafa hér ítök". Höldum þessu máli á plani umdeildrar lóðaúthlutunar, vöndum orðbragð yfirlýsinganna og finnum ásættanlega lausn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband