Veðurfarsbreytingar hér og annars staðar

Það hefur sýnt sig að hugmyndir og kenningar um jafna hlýnun jarðar sem afleiðingu af myndun "gróðurhúsaþaks" af völdum brennslu jarðefnaeldneytis fær ekki staðist.þessir spádómar snerta okkur Íslendinga beint þar sem við höfum tekið upp allar íþyngjandi reglur og kostnaðarsamar sem hamla losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Þetta gerum við þótt við séum hér úti við hafsauga og erum sem krækiber í ónefndum stað miðað við mannfjölda og mengun annars staðar á jarðarkringlunni.Vissulega hefur hlýnað á vissum stöðum,hiti staðið í stað mestan part eða kólnað sumstaðar.

En mér sýnist að við getum haft áhyggjur af veðurfars- breytingum. Síðasti vetur var með eindæmum vindasamur og stífar norðvestanáttir og norðaustanáttir voru ríkjandi.Ef kæling; hitastig x vindstig, væri notuð sem mælieining en ekki gráður á celcius og m/sek yrði nýliðinn vetur með þeim kaldari.

Samkvæmt meðfylgjandi hita- og hlýnunarkorti er greinilegt að mesta hlýnun hefur orðið á norðurslóðum og vesturströnd N- Ameríku sem eru dekkstu litirnir.Þarna virðist mengun og hlýnun frá mannmergðinni í Austur Asíu streyma til norðurs og breyta mestu um veðurfarið sem stendur okkur næst.Með aukinni úrkomu að vetri aukast síðan snjóalög sem bæta gráu ofan á svart í okkar veðurfari.Þetta kort og fleiri má finna á síðu NASA um meðaltal hitabreytinga á heimsvísu. 

nmaps


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband