Enn um skattaskjól og peningamál

Margt er skrítið í henni veröld og mótsagnakennt.Ekki finnst mér neitt rangt við ummæli Sigurðar Inga forsætisráðherra, "að erfitt sé að eiga peninga á Íslandi".Nema að hægt var að snúa "pólitískt" út úr ummælum og segja að "ennþá verra sé að eiga enga peninga á Íslandi". Buðu bankarnir ekki einfaldlega sínum bestu viðskiptavinum að bjarga peningum þeirra og þá áttu í "skattaskjól" eða inn á aflandsreikninga ? Hver myndi ekki þyggja þá aðstoð. Sumum var reyndar boðið að forða peningum sínum í ýmsa sjóði en það fór illa.

Hér reið síðan yfir bankahrun, hátt gengisfall,óðaverðbólga með 20 % vexti af lánum auk mikils atvinnuleysis og landsflótta í kjölfarið. Þær fjölskyldur sem misstu húsnæði sitt fóru verst út úr þessum manngerðu hamförum. Ef eitthvað réttlæti er til ætti að bæta þeim skaðann sem flestir eru sammála um að hefði mátt koma í veg fyrir. En nú, þegar fokið er í flest skattaskjól, hvað gera bændur þá ? Verður meiri vilji til að afnema verðtryggingu og treysta á að íslenska krónan spjari sig án hennar og með lægri útlánvöxtum en nú eru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband