7.1.2010 | 14:24
Um gjár og brýr
Nú verða þingmenn, núverandi og fyrrverandi, aðeins að gæta sín. Forsetinn synjaði lögunum og notaði sér málskotsrétt til að þjóðin fengi að kjósa um málið. Synjun fjölmiðlalaganna var smámál miðað við þessi Icesavelög og 2004 gripu stjórnvöld inní og afturkölluðu lögin og fólki var svo sem sama um að vera ekki að vesenast í þjóðaratkvæðagreiðslu þess vegna. En nú ætti það að vera kýrskýrt að enginn ráðamaður á að geta stöðvað eða breytt ákvörðun forsetans, brúin milli hans og þjóðarinnar hefur verið reist og engin hefur rétt til að fella hana þótt ýmsar hugmyndir séu á lofti um það. Við gætum allt eins spurt í kosningunni hreinnar spurningar til hliðar við kosninguna um lögin sjálf; Á íslenska þjóðin að greiða Icesave skuldbindingarar? Já eða nei.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.