13.1.2010 | 13:47
Þjóðaratkvæðagreiðsla, góður gjörningur en ótækt orð!
Þær eru margar ambögurnar í íslensku máli og má færa góð rök fyrir því að ein af þeim sé nafnorðið þjóðaratkvæðagreiðsla. Kannski er það svo að sökum lítillar notkunar á hinni eiginlegu framkvæmd hefur ekki þótt ástæða að uppfæra hugtakið sjálft. Sú athöfn að greiða atkvæði um menn eða málefni heitir kosning og fólk greiðir atkvæði í kosningum. Er því ekki eðlilegast að þegar þjóðin gengur til atkvæða um mál eins og sjálfstæði landsins og nú 66 árum síðar um hið drepleiðinlega en örlagaríka mál um Icesaveskuldbindingarnar, þá heiti það einfaldlega þjóðkosning eða þjóðkosningar eða jafnvel þjóðarkosning /ar. Kem hér með þessari hugmynd á framfæri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Á morgun eru kosningar" segja menn en ekki mundi nokkur segja: "á morgun er atkvæðagreiðsla". En er bæði ekki rétt?
Líst betur á þjóðkosning þó.
Halla Rut , 15.1.2010 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.