15.1.2010 | 13:55
Enn og aftur um háskólasjúkrahús og umhverfi þess.
Ég átti leið um Hringbrautina á móts við Landspítalann nýlega og rak þá í rogastans að sjá allan þann fjölda bíla sem lagt var á lóð spítalans,við Hringbrautina sjálfa og ekki síður umhverfis hús tannlæknadeildar og í átt að Umferðamiðstöðinni. Nú stendur til að að þarna rísi "Hátæknisjúkrahúsið" umdeilda sem er á við nokkra Borgarspítala og þá með samsvarandi auknu plássi undir bílastæði,segjum þreföldu því stæði sem er við spítalann í Fossvogi. Væntanleg er síðan samgöngumiðstöðin milli nýlagðs Hlíðarfótar og flugbrautar með væntanlega tvöföldu því stæði sem lagt er undir stæðin við gömlu flugstöðina við Skerjafjörð.
Nú vill svo til að að Seltjarnarnesið er "takmörkuð auðlind" þ.e. lukt af sjó að mestu. Er virkilega brýn nauðsyn að leggja allt þetta dýrmæta land undir malbik þegar austan Nessins taka við tæpir 100.000 ferkílometrar af svo til ónýttu landi ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.