Að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.....

.....sem ég vil endilega fá að kalla þjóðkosningu heldur lífið áfram sinn vanagang. Mjög líklega verður nei-ið stórt og lögin þar með felld. Þá taka við þrjár leiðir varðandi þennan Icesaveófögnuð.

Sú fyrsta er. "Getum ekki borgað, eigum ekki að borga,.. see you in court" Afleiðingar þessa eru algerlega ófyrirsjáanlegar og ómögulegt að spá í þær.

Leið tvö. Ríkisstjórnin reynir hvað hún getur til að ná nýjum samningum sem fyrst, ekki síst til að trufla ekki ESB aðildarumsóknarferlið. Takist það þarf sá samningur að fara fyrir þingið, væntanlega með löngum og tilfinningaríkum umræðum. Fáist hann að lokum samþykktur þar, þá þarf forsetinn að samþykkja lögin og þjóðin hefur efalaust heilmikið að segja um þann samning. Sú framavinda er einnig ófyrirsjáanleg.

Það þriðja getur gerst að stjórnin taki þessu illa og segi af sér. Er ekki ætlast til að hún hafi þing, forseta og þjóð með sér í svona erfiðu og stóru máli. Ekki yrði ég hissa á því. Væri ekki langflestir búnir að fá nóg af því að stjórna landinu við þessar aðstæður ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það getur vel verið að stjórnin sé búinn að fá nóg af þjóðinni.En allavega er þjóðin búin að fá nóg af getuleysi stjórnarinnar.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.3.2010 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband