16.3.2010 | 14:01
Efnahagsleg ragnarök eru stór orð
En einmitt þannig tók hann til orða viðmælandi Egils Helgasonar Alex Jurshevski s.l.sunnudag. Hann var væntanlega fenginn hingað sem reynslubolti í málefnum of skuldsettra ríkja og veit Alex væntanlega hvað hann er að tala um. En einmitt ragnarökin taldi hann að myndi dynja á okkur ef við héldum áfram á lánabrautinni. Steingrímur Joð glotti aðeins út í annað og sagði "að það þyrfti ekki útlending til að segja okkur þetta." En bíðum við,vildi ekki sami Steingrímur og reyndar stjórnin öll, fyrir alla muni setja á okkur Icesave skuldaklafan með háum vaxtagreiðslum af ca 700 milljörðum til þess eins að geta tekið enn meiri lán og kannski blíðka Evrópusambandið aðeins í leiðinni ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.