23.3.2010 | 18:00
Íslendingum fjölgar, þeim fækkar ekki þrátt fyrir allt !
Alltaf pirrar það mig þegar tilkynnt er um mannfjölda á Íslandi og gjarnan eru fyrirsagnir á þann veg að Íslendingar séu þetta og þetta margir og nú hafi þeim fækkað í fyrsta sinn frá því á nítjándu öld. Þá fluttu margir til Vesturheims vegna erfiðs árferðis og lítið var um atvinnu fyrir marga. Nú hefur íbúum landsins fækkað talsvert þar sem mun fleiri flytja frá landinu en til þess. En náttúruleg fjölgun okkar Íslendinga er með því mesta sem gerist í Evrópu. Og það er ekki lítið að fólk skuli ekki hafa dregið úr barneignum ennþá, eftir allar þá heimatilbúnu óáran sem yfir okkur hefur dunið. Efnahagsmál, hagvöxtur, arður af fyrirtækjum, hagsmunagæsla, jöfnuður landsmanna. Þetta eru flókin mál viðureignar en ekkert er okkur jafn mikið á móti skapi að landsmenn neyðist til að flytja af landi brott. Þetta ríkjandi ástand er orðið nokkuð á þessa leið að þeir u.þ.b. 50.000 starfsmenn ríkis og bæja hafa allt sitt nokkurn vegin á þurru. Aðrir berjast harðvítugri baráttu á frjálsum markaði. Þeir komast ekki að,varla inn á þing og alls ekki í ríkisstjórn. Verða þeir ekki þess vegna að reyna að stjórna því sem hægt er með hagsmunagæslu? Snúum málum til betri vegar og það fyrr en seinna. Þessi stjórn getur ekki litið út fyrir ríkisgeirann, það þarf nýja hugsun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessa góðu færslu Sigurður. Svo rétt hjá þér.
Sterk fjölskyldubönd og rótgróið ættarsamfélag Íslendinga er styrkur sem mun gagnast landinu okkar mikið í baráttunni og styðja undir áframhaldandi náttúrulega fjölgun fólksins okkar. Böndin okkar eru sterk og verða vonandi sterk áfram. Það má ekki grafa undan þeim.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2010 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.