8.4.2010 | 21:35
Vegatollar og eftirlit að ofan
Heyrði í samgönguráðherra í morgun á Bylgjunni og reyndar líka í Kastljósinu í kvöld. Hann var á því að tvöfalda veginn til Selfoss. En það væru nú engir til peningarnir. Þess vegna þyrfti að taka lán hjá lífeyrisjóðunum og greiða til baka með vegatollum auk hefðbundinna bensínskatta. Einn hængur var þó á,nefnilega sá, að rafmagns- metan- og etanolknúnir bílar slyppu við að borga skatta í gegnum bensín- og olíunotkun. Þess vegna þyrfti að setja í alla bíla kubb og fylgjast með þeim frá gervihnetti eins og þeir munu ætla að gera á meginlandi Evrópu. Þannig greiði bílar eftir notkun ! Eitthvað hlýtur nú það eftirlits- og rukkunarkerfi að kosta okkur neytendur / skattgreiðendur.
Er það ekki brandari að þessir bílar skuli sleppa við að borga sem sem svarar bensínsköttum allt undir yfirskyni minnkandi loftmengunar. Það væri ekki dýrt að aka um á bensínbíl ef engir væru skattarnir og álagningin í hófi. ( ef olíufélögin væru rekin af hagræðingu að leiðarljósi). Hvað ætti vegtollurinn í Héðinsfjarðargöngunum að verða ef hann ætti að greiða upp kostnaðinn við þau. Spaugstofan tók það ágætlega fyrir á sínum tíma eins og svo margt annað hrunárin 2007-8. Þá hlógum við að öllu saman.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2010 kl. 12:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.