Kosningar á næsta leyti

 

Síðasta kjörtímabil í Reykjavík var eins og allir vita með einsdæmum. Og vitleysan nær jafnvel lengra aftur, einkum hvað varðar skipulagsmál. Út um alla borg eru ennþá auðar lóðir þar sem áður stóðu ágætis byggingar og heilu hverfin á höfuðborgarsvæðinu hálfbyggð og tæplega það. Við lá að Austurbæjarbíó yrði rifið, sem og húsin sem standa á lóð fyrirhugaðs Listaháskóla milli Laugavegar og Hverfisgötu. Þar væru nú opin sár í viðkvæmri borgarmyndinni hefði niðurrifið gengið eftir. Tónlistar-og ráðstefnuhúsið, sem nú stendur fjarri alfararleið, og HR byggingin við Nauthólsvík eru verkefni sem eru ofviða getu fámennrar þjóðar við núverandi aðstæður,bæði hvað byggingarkostnað varðar og rekstur til framtíðar. Vorum við ekki öll á einhverju flippi í ímynduðu góðærinu og töldum við ekki okkur alla vegi færa, ekki síst stjórnmálamenn og konur.

Hver stjórnarkreppan á fætur annarri kom upp í borginni og í kjölfarið tíð borgarstjóraskipti.Við ein þeirra kom upp í hugann hvort ekki væri rétt að Alþingi setti á bráðabirgðalög og kjósa ætti að nýju borgarstjórn áður en kjörtímabilinu lyki því að ekki leit út fyrir að borgarfulltrúarnir gætu sinnt hlutverki sínu.Það er þó að líkindum ekki framkvæmanlegt. Þetta vil ég draga fram núna þar sem sveitarstjórnarlög heimila ekki slíkt og þingmenn efalaust í vanda með að samþykkja slík bráðabirgðalög. Kjörnir fulltrúar eða varafulltrúar þeirra skulu stjórna  Reykjavík sem og öðrum sveitarfélögum út kjörtímabilið, hvað sem tautar og raular. Þeir geta hins vegar skipt um meirihluta að vild en við það kemur eðlilega hökt eða bakslag á stjórnsýsluna eins og dæmin frá borginni sanna.

En nú dregur til tíðinda á síðustu dögum fyrir kosningar og sérstaklega vegna mikils fylgis Besta flokksins. Besti flokkurinn ER grínframboð en hann verður að öllum líkindum í oddaaðstöðu ef þá ekki í meirihluta í borginni næsta kjörtímabil. Hann má kalla svar lýðræðisins við ótækum stjórnarháttum liðinna ára, pólitísk refsing fjórflokksins jafnt í borgarmálum sem í landsmálum. En verður hann okkur til góðs í heil fjögur ár? Er hann besti flokkurinn til að leiða okkur út úr ógöngum kjörtímabilsins sem að mestu fór forgörðum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sigurður !  Sé svo - sem þú segir , að Besta flokks framboðið sé grínframboð , hvaða framboð er þá ekki grínframboð  ?

     Engann veginn ætlast ég til að þú svarir mér þessarri spurningu , en villt þú ekki svara sjálfum þér þessarri spurningu , útúrsnúningalaust .

    Liggja styrkirnir t.d. innann þess  FL-okks .

Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband