Hringekja fáránleikans

Hringekja, rússíbani og fáránleiki eru orð sem koma upp í hugann þegar litið er til liðinna missera og ára. Þegar rann upp fyrir okkur ljós að  að við erum komin í stöðu þar sem eitt hefur leitt af öðru þar til útkoman varð allt önnur en við mátti búast og í raun óásættanleg.. Í landinu okkar þar sem íbúar ættu undir eðlilegum kringumstæðum að búa við góð lífskjör, öryggi og jöfnuð í stað misskiptingar veraldlegra gæða. En rússíbaninn fór út af sporinu, hringekjan varð stjórnlaus og afleiðingarnar eru auðvitað óviðunandi ástand í heildina litið. Tilefnið til þessara skrifa er að hvert stórfyrirtækið á fætur öðru verður gjaldþrota og fjöldi fyrirtækja eru á framfæri ríkisins og stjórnað af bönkunum.Fólk ypptir öxlum og álítur að þetta sé óhjákvæmilegt, fyrirtækin séu yfirskuldsett og eigi sér ekki rekstrargrundvöll. Engu að síður greiða þau oft mjög há laun, greiða háa skatta og háan rekstrarkostnað af margvíslegum toga og eru rekin í erfiðu rekstrarumhverfi. Síðast en ekki síst greiða þau hæstu vexti sem eru samtvinnaðir tilbúinni verðtryggingu sem spekingar trúa á sem náttúrulögmál og ekki virðist mega hrófla við. Þar gildir auðgildi ofar manngildi og stjórnvöld draga lappirnar við að minnka vægi hennar. Hvað þarf að gerast til að þetta kerfi sem að öllu leiti hefur gengið sér til húðar verði tekið til endurskoðunar. Stjórnmálaflokkar gerðust handgengir fjármagninu og spilltust. Eigendur teljastst hafa rænt banka sína að innan og lánuðu gríðarlegt fé til aðila sér tengdum. Þeir höfðu frjálst aðgengi að fjármagni sem þeir notuðu óspart til fjárfestinga og þá í bland til að bjarga eigin skinni og sinna fyrirtækja en þurftu jafnframt að greiða ofurvexti til lánastofnananna. Fyrirtækin fóru því þráðbeint á höfuðið. Þeir voru samt langoftast að reyna að halda fyrirtækjum sínum gangandi og tryggja starfsmönnum sínum vinnu.  Jafnframt því sólunduðu þeir fé á báðar hendur og  héldu þar af leiðandi tannhjólum efnahagslífsins gangandi þar til það yfirhitnaði. Vaxtaskrímslið var óseðjandi og þar kom því að það át yfir sig og sprakk. Bankakerfið sat  uppi með ógnarskuldir fyrirtækja sem fóru á hausinn, ekki síst vegna vaxtakostnaðar. Þar hitti bjúgverpillinn eða boomeranginn illilega fyrir þann sem upphafinu olli. Fóru þess vegna illa reknar fjármálastofnanir að endingu sjálfir á hausinn en ríkið og þar með þjóðin tók skellinn sem af því hlaust og ekki er séð fyrir endann á. Samlíkingin við hringekjuna er ekki svo slæm. Smátt og smátt jókst hraðinn það mikið að þeir sem þar sátu í makindum í henni þeyttust skyndilega af. Allt kerfið brást,einhverjir juku hraðann það mikið að ekkert var við ráðið. Er ekki unnt að koma skikkan á hlutina og byggja þetta þjóðfélag upp að nýju á rökréttan og skynsaman hátt. Viðurkenna að það kerfi sem við höfum búið við og efnahagslegar forsendur þess hafa gengið sér til húðar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband