Einföld ökonomía - fyrri hluti

Það er á engan hátt auðvelt að reka þjóðríki svo vel fari. Svipað og að reka fyrirtæki þar sem alls ekki er hægt að treysta starfsfólkinu sem gengur um rænandi og ruplandi. Uppi í stjórnarherberginu standa stjórnendur helst í því að níða skónn niður hvor af  öðrum. Sumir í þessu fyrirtæki hafa þó komið sér vel fyrir og þurfa litlar áhyggjur að hafa meðan aðrir líða skort. Hluthafa, eigendur fyrirtækisins, dreymir um að til valda komi þeir sem sem eru alfarið samnefnarar þjóðarviljans og geri hlutina eins og réttast er en myndi ekki hópa sem hafa rétt fyrir sér á einu sviði en rangt á öðru og komast þar af leiðandi ekki á þá leið sem skynsömust er. það að gera fyrirtækið sjálfbært og starfsfólkið allt búi við þokkaleg kjör.

 En bregðum okkur frá dæmisögu að Íslandi nútímans. Tveir svokallaðir vinstri flokkar eru við völd,flokkar sem eiga rætur í sósialisma, jafnvel kommúnisma sem þeir þurftu síðar að afneita og viðurkenna, þrátt fyrir duggan stuðning, að var stórhættulegur heimsbyggðinni og gekk ekki upp,hvorki mannlegi hlutinn né sá efnahagslegi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki skipt um heiti þótt kapitalisminn og síðar nýfrjálshyggjan, sem hann studdi,  hafi beðið stórfelldan hnekki ekki síst hér á landi. Í miðjunni hefur svo Framsóknarflokkurinn staðsett sig um langa hríð og sveiflast frá vinstri til hægri og haft það erfiða hlutskiptiað sæta árásum frá báðum þeim áttum.

En ökonomían ? Er nema von að hún sé í slæmu horfi eftir öll mistök undanfarinna áratuga? Bæði kerfin eru stórgölluð. Reynt er að tjasla upp á ofhlaðinn sósíalisma og lausbeislaðan kapitalisma sem hlýtur lögmálum frumskógarins nema hvað að þar sigrar sá sterki, eða öllu heldur sá sem hefur komið sér best fyrir. Helsti vandi okkar nú er sá að þjóðarbúskapurinn er sífellt að verða minna sjálfbær og stefnir í ógöngur. En meir um það síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband