Hið fullkomna bankarán

Einkavæðing ríkisbankanna tveggja í okkar örsmáa hagkerfi var eins misheppnuð og hugsast gat. það eina sem gerendurnir hafa sér til málsbóta er að þrýstingur frá ESB  með tilskipunum sem birtist okkur með athugasemdum frá eftirlitsstofnuninni ESA, "að þetta væri nú ekki nógu  gott af samkeppnisástæðum að vera með ríkisbanka". Það ásamt lausung hjá öðrum fjármálastofnunum, veikburða seðlabanka, og almenn skoðun á því að við sigldum hraðbyri til þess að landið yrði alþjóðleg fjármálamiðstöð,varð til þess að aðilar sváfu á verðinum og allt bankakerfið hrundi. Ekki aðeins einn eða tveir af fjölmörgum sem varð raunin í öðrum löndum. Nei, allt kerfið, allir þrír stóru bankarnir féllu og sparisjóðirnir með. Nú spyr ég þessara stóru spurninga; Hvers vegna hrundu allir stóru bankarnir svo til í sömu vikunni? Og, hvers vegna á ríkið ekki að reka bankana sem það af veikum mætti á að ábyrgjast? Hvað hefði gerst ef bankarnir hefðu verið settir í gjaldþrot? Hefði verið fagnað á Tortolu ? Og hvernig stóð á því að a.m.k. einn bankinn stóð ekki öðrum betur? Þegar stórt er spurt.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband