12.11.2010 | 14:24
Gott hjá Gnarr
Það er þakkarvert að meirihluti borgarstjórnar blés af samgöngumiðstöðina sem enginn kærði sig í raun og veru um. Þetta er búið að vera gæluverkefni fyrrverandi samgönguráðherra lengi. Nú getur hann snúið sér að því rukka veggjöld kringum Reykjavík, með eftirliti að ofan ef ekki vill betur, til að borga væntanlegar vegaframkvæmdir og væntanlega einnig vexti af lánum til stórframkvæmda seinustu ára. En í þeim var ráðherrann ekki einhamur. Ég er sammála Ögmundi arftaka hans að flugvöllurinn verði þarna um langa hríð, en núverandi aðstaða flugfarþega löguð til muna, helst með nýbyggingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.