19.11.2010 | 12:00
Landið sem TVÖ kjördæmi
Það styttist í stjórnlagaþingskosningar og þá kemur ekki til með að vanta hugmyndir frá okkur bloggurum. Margar tillögur eru þegar til frá þjóðfundum undanfarinna missera og margar þeirra efalaust góðar. Ekki veit ég hvort þessi tillaga mín um nýja kjördæmaskipun er þar inni en ég má til með að láta hana flakka og það er svo annarra að huga að því hvort hún er nýtileg.
Ný kjördæmaskipan verður efalaust á dagskrá stjórnlagaþingsins og hugmyndir um að hafa landið sem eitt kjördæmi og halda óbreyttri skipan. Varla verður kjördæmum fjölgað frá því sem nú er. Tillaga mín er sú að landið verði tvö kjördæmi með næstum jafnan fjölda íbúa í hvoru þeirra.
Kjördæmi A yrði þannig: Reykjavíkurkjördæmin tvö ásamt Mosfellsbæ úr Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi.
Kjördæmi B yrði þannig: Suðvesturkjördæmi að undaskilldum Mosfellsbæ, Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Hvort kjördæmi hefði þá um 100.000 kjósendur. Kjördæmið sem hefði meiri kjörsókn fengi þá einum þingmanni fleira til að ná oddatölu þeirra. Það er of mikil breyting að gera landið að einu kjördæmi í einu stökki. Þetta nýja fyrirkomulag á kjördæmaskipan ásamt jöfnun atkvæða.sem er auðveld í kjölfarið. tel ég að leiði fljótt til mun farsælli stjórnarhátta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.11.2010 kl. 20:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.