Uppskrift að stórum kosningasigri

Jæja, þá er búið að kjósa á stjórnlagaþing og við vonum að þeim farist hönduglega við að endurnýja stjórnarskrána okkar. Endilega vil að minna á þá hugmynd að skipta landinu í tvö kjördæmi.  ( sjá næstu bloggfærslu á undan )

Í nýafstöðnum kosningu til sveitarstjórna kom ýmislegt í ljós. Það er ekkert skrítið að fjórflokkurinn hafi beðið nokkuð afhroð. Þessir flokkar eru að upplagi eldgamlir eða með mjög gamlar rætur. Bendi á að Hafnfirðingar áttu engan kost annan en að sitja heima til að sýna andúð sína á meðan Reykvíkingar kusu Besta flokkinn til valda, dálítið upp á von og óvon. Í stærri bæjarfélögunum kusu Garðbæingar og Seltirningar  íhaldið eins og venjulega en í Kópavoginum varð loksins breyting á valdamunstrinu.

En það er langt í næstu sveitarstjórnakosningar en það gæti verið ekki svo mjög langt í þingkosningar. Gömlu flokkarnir hafa gert svo fjöldamargt gott í gegn um tíðina og orðið líka margt á  enda alltaf staðið í samsteypustjórnum og málamiðlunum. Þeir eru kannski eins og verslunin sem þú hefur verslað við um langan tíma en lendir svo í því að kaupa skemmdan mat og þá kemur hik á þig og þú ferð annað. Ef þetta gerist ítrekað hjá fleiri kúnnum er eins gott að kaupmaðurinn taki sig verulega á eða fari helst að reka aðra búð undir öðru nafni og með öðru starfsfólki.

Besti flokkurinn var grínflokkur en hafði þá sérstöðu að hafa ekkert " pólitískt rekord", reyndar enga stefnuskrá en með skynsamt fólk og óflekkað innanborðs. Væri ekki hægt að mynda "Langbesta flokkinn" sem eingöngu byggði á skoðunum meirihlutans,sem sagt með vandaðri skoðanakönnun um alla helstu þætti sem flokkur þarf að takast á við. Undanfarið hefur kosningabaráttan einkennst af því að finna besta slagorðið og síðan að bjóða uppá gömlu tuggurnar og hvar í litrófi stjórnmálanna flokkarnir eru staðsettir og það er ekki mjög fjölbreytt. Frá rauðu um grænt og yfir í blátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband