4.1.2011 | 14:13
Okkur vantar nafn á eldstöð !
Þegar gaus á Fimmvörðuhálsi fundu menn að endingu ágætis nöfn á eldstöðvarnar tvær sem þar létu á sér kræla. Þær voru nefndar Magni og Móði og gætu alveg eins tilheyrt öðrum hvorum jöklinum. Nú gætir mikils misræmis milli nágrannajöklanna tveggja Mýrdalsjökuls með eldstöðina Kötlu og Eyjafjallajökuls. Þar er eldstöð sem að margra dómi er að gera landið okkar heimsfrægt en hefur ekkert heiti. Jöklar gjósa ekki samanber Vatnajökul en þar eru að minnsta kosti þrjár eldstöðvar þar af tvær með heiti sem ég man eftir. En kannski er þetta of seint í rassinn gripið. Eyjafjallajökull hefur gosið og heimsbyggðin hefur nefnt hann "The Icelandic volcano" þar sem nafnið fellur heldur ekki sérlega vel að öðrum tungumálum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.