Að fara eftir lögum

Í ljósi þess að Hæstiréttur ógilti fyrstu kosningar til stjórnlagaþings, en margir eru enn með óbragð í munni eftir úrskurð hans, eru orð formanns lögmanna í Sunnudagsmogganum allrar athygli verð. Hann tekur sérstaklega fyrir synjun umhverfisráðherra á virkjunarleyfi. Það á að vera nokkuð ljóst að slíkt á ráðherra ekki að gera, að fara á svig við lög né að skýla sér á bak við pólitík.  En formaðurinn fer inn á  umdeilanlega braut þegar hann nefnir að fara eigi eftir lögum landsins í einu og öllu, því að í mesta einfaldleika þeirra orða mætti álíta að dómstólar og jafnvel lögmenn væru óþarfir vegna þess að með hina fullkomnu lögbók í hendi dygði að fletta upp í henni og komast að niðurstöðu í öllum málum. En vegna þess að lögin eru ófullkomin ( þing- ) mannanna verk  þarf á lögmönnum og dómstólum að halda til að skera úr ágreiningi. Og til þeirra verðum við að bera traust. Það er eitthvað meira en lítið athugavert við þau lög í landi þar sem Hæstiréttur getur ógilt lýðræðislegar kosningar sem þing landsins kom á fót að kröfu þjóðarinnar vegna smámunasemi örfárra manna.

Úrdráttur úr viðtalinu.

Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, telur að almenningur sé afvegaleiddur í umræðu um ýmis dómsmál og að ýmsir áhrifamenn setji pólitíska hugmyndafræði og eigið réttlæti ofar lögum landsins. Þá gagnrýnir hann Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, fyrir að taka pólitíska sannfæringu sína fram yfir lög landsins. Þetta segir Brynjar í viðtali við Sunnudagsmoggann. „Það versta við umræðuna er að menn eru farnir að setja pólitíska hugmyndafræði og eigið réttlæti ofar lögum landsins. " og síðar í viðtalinu um sama efni; "En málið snýst ekki um það, málið snýst um að fara að lögum"  Því spyr ég aftur, ef lögin eru gölluð á þá að dæma eftir þeim eins og Hæstiréttur augljóslega taldi sig þurfa að gera við ógildingu kosninganna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband