21.3.2011 | 22:23
Evruþversögnin - eru þið ekki að grínast?
Stöðugt er klifað á því af stuðningsmönnum inngöngu í ESB að þangað skuli haldið til að geta tekið upp Evru sem öllu eigi að bjarga. Aðrir segja réttilega að krónan hafi bjargað því sem bjargað varð eftir hrunið og flestir eru sammála því að hún einfaldlega sé spegilmynd hagstjórnunar hér á landi.
Vond hagstjórn sem á sér djúpar rætur leiðir til óðaverðbólgu hára vaxta og verðtryggingar og gerir allan rekstur ríkissjóðs og fyrirtækja mjög efiðan. Ef fólk er ánægt með krónuna í dag verður það þá ekki hæstánægt með hana þegar við á endanum verðum búin að uppfylla Mastrichtskilyrðin um stöðugleika og agaða hagstjórn ? Nema... þá erum við komin inn í Evrópusambandið og getum því tekið upp hina langþráðu Evru. En þá er ég bara viss um að allir vilji halda í krónuna, Evran breytir engu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.