7.4.2011 | 22:54
Í minningu Icesave
Sá sem gaf innlánsreikningunum Landsbankans í Bretlandi og síðar í Hollandi nafn, taldi að hreinleiki íssins í bláhvítri umgjörð vatnsins, væri ávísun á traust og hann virðist hafa hitt naglann á höfuðið. Peningar streymdu inná reikninga, en þó ekki síst vegna óvenjuhárrar ávöxtunar. Frá því síðan í bankahruni hefur þetta vitlausa nafn klingt í hausum og flætt um í orðræðu landsmanna. Hefur fólk reynt að þýða eða staðfæra fyrirbærið sem þýðir einfaldlega Íssparnaður, jafnvel Ísspara eða einna helst Ísspörun. Vitlausara gat það nú ekki orðið. Og nú skal þjóðin öðru sinni kjósa um þetta orðskrípi eða lögin um lúkningu þess en um óvissa fjárhagslega framtíð hver sem útkoma kosninganna verður.
Löng og erfið heiti eru gjarnan skammstöfuð. Hefðum við ekki getað fundið langt heiti yfir þennan óskapnað sem vísaði til alvarleika málsins en bæri ekki þetta órökrétta en frekar "krúttlega" heiti og fundið því skammstöfun? Hvað með; Innistæður útlendinga í íslenskum einkabönkum erlendis, sem almenningur vissi ekkert um og því síður taldi sig einhverntíma þurfa að bera ábyrgð á.
Ég segi nei við þessu KLÚÐRI sem það gæti alveg eins heitið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.