Kofadýrkun er kannski fullsterkt orð en...

Komin er upp pattstaða víða í borginni. Yfirgefin hús og illa farin eru mörgum til ama ekki síst þeim sem búa nærri þeim. Ekkert virðist miða áfram að leysa þessa stöðu sem er ekki einföld. Þar fléttast saman í einum hnút hagsmunir,verndarsjónarmið, pólitík, byggingareglugerðir og deiliskipulag. Hár byggingakostnaður, blánkheit í kreppu og eflaust sitthvað fleira.

Ef ekki er hægt að leysa þessi mál akkúrat núna verður það seint gert. Nú er atvinnuleysi hjá arkitektum, verkfræðingum og iðnaðarmönnum og þeir streyma af landi brott þannig að nú ætti að vera hægt að byggja á hagkvæman hátt. Ég geng út frá því að af þeim tuga húsa sem þannig er komið fyrir er kannski tíundi hluti þeirra verðugur þess að vera endurgerður. Hin húsin öll má rífa og byggja ný sem falla að umhverfinu. Fyrsta regla, sem bæði snertir mannréttindi og lög en gengur e.t.v. á skjön við reglugerðir byggingayfirvalda er þessi; Ef aðili hefur ( fengið að kaupa ) keypt  hús á lóð til niðurrifs og greitt fyrir hvorttveggja á honum að vera heimilt að byggja nýtt. Hann á ekki eftir á að þurfa að þrefa við byggingayfirvöld eða húsaverndarfélög. Sá á ekki heldur að greiða skatta og gjöld af ónýtu húsi né vera skikkaður til að leggja út í kostnað við að endurgera það, væntanlega að utan, til að það særi ekki augu vegfarenda. Legg ég til að til dæmis sjö manna fjölskipaður hópur þar sem lítill minnihluti getur ekki ráðið för, geri úttekt á þessum húsum og ákveði hvað gera skuli við þau og í hvaða röð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband