Tökum umbrotin og breytingarnar í Mýrdalsjökli mjög alvarlega.

Íbúar landsins hafa verið mjög heppnir hvað varðar slys og dauðsföll af vegna nattúruhamfara af völdum eldgosa og flóða tengdum þeim. En getum við treyst áfram á heppnina þegar Katla sjálf virðist vera að rumska? Enginn sá fyrirfram með vissu eldgosið í Eyjafjallajökli og það gífurlega flóð sem sem á undan kom né gosið og flóðið í vstanverðum Eyjafjallajökli. Ekki heldur fimm metra háa flóðbylgju sem kom um nótt og svifti af brúnni á Múlakvísl. Heppni var að þar var enginn á ferð.

Ekki viljum við hræða fólk að ástæðulausu en við verðum að hafa varan á þegar umferð á þessum árstíma er mikil um Mýrdalssand en þar er flóðhættan mest ef Katla fer af stað af alvöru. Best væri auðvitað að vísindamenn gætu sagt fyrir um að flóðgos væri yfirvofandi á næstu dögum og þá yrði að loka veginum og setja af stað neyðaráætlun almannavarna. Varla getum við talið okkur trú um að allt hljóti að bjargast, ( eins og venjulega ! ) þegar stærstu náttúruhamfarir í næstum 100 ár gætu verið yfirvofandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband