20.7.2011 | 12:56
Verðtrygging og vísitölur
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna gegn verðtryggingu lána og er það vel. Menn segja gjarnan að verðtryggingin sé ekki vandamálið heldur verðbólgan. Og til að leysa vandann þurfum við að skipta út krónunni fyrir aðra stærri og betri mynt. Til þess þurfum við svo að fara langa og erfiða vegferð inn í ESB en gætum alveg eins tekið til í eigin ranni.
Mér vitanlega hefur grunnur vísitölunnar og þar af leiðandi mæling verðbólgunar lítið sem ekkert breyst frá upphafi. Ef við getum ekki lagt verðtrygginguna af í fljótheitum getum við þó leiðrétt grunninn vísitölunnar. Vægi hluta skiptir mestu og nú er verið að tilkynna að byggingavísitala hafi hækkað um 8.4 % það sem af er ári og 0.8 seinasta mánuð. Þetta vegur þungt í vísitölunni og hækkar þar af leiðandi lán okkar landsmanna. En... það ríkir stórakreppa í byggingariðnaði og lítið sem ekkert er byggt. Hversvegna eiga örfá hús í byggingu að breyta lánum landsmanna og iðnaðurinn hefur dregist saman um næstum 100 % síðustu misseri? Mælingin verður að endurspegla eftirspurnina. Það er vandaverk að hafa mælistikuna réttláta en ef það tekst ekki verður að leggja verðtrygginguna af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Verðtryggingin er forsenda þess að Íslendingar geti verið utan ESB til langframa og því eiga allir að vera sáttir við hana. Krónurnar þrjár: Verðtryggða, óverðtryggða og aflandskrónan eru grunnstöðir efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Þeir sem eiga verðtryggðar krónur geta ekki séð af einni einustu krónu. Breyting á grunni vísitölunnar myndi leiða til hruns lífeyrissjóðakerfisins og auka húsnæðisverð þar sem aftur yrði steinsteypa eini raunhæfi frjárfestingakosturinn. Það er víst þegar orðið þannig og því hækkar verð litlu og meðalstóru á húsnæði en stóreignir fara ennþá á undirverði miðað við síðustu ár. Leiguverð hækkar í Reykjavík til að halda uppi verðtryggðum lánasamningum og laun standa í stað og lækka enda óverðtryggðar krónur þar. Eina erlenda fjármagnið sem hingað leitar sjálfviljugt eru svo aflandskrónurnar. Þannig að þetta er barasta allt eins og það á að vera. Breytum þessu ekki.
Gísli Ingvarsson, 20.7.2011 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.