Varla er hægt að finna kauðslegri skammstöfun en RÚV og alls ekki yfir starfsemi sem er jafn mikilvægt að hægt sé að tengja við landið, sérstaklega í útlöndum. en þangað hefur stofnunin oft borið hróður okkar með góðu sjónvarpsefni. "Fyrir hvurn skollann stendur þetta RÚV"? , spyrja sig efalaust margir í lok íslensks sjónvarpsefnis." Er rússneskur húmor virkilega svona" ! ? Dettur ekki flestum Rússland í hug vegna R-sins í skammstöfununni ? Eða að efnið sé fengið frá öðru landi með R sem upphafsstaf.
Strax í upphafi líkaði mér skammstöfunin illa. V í enda orða eða í enda skammstafanna þekkist varla. Vaffið er mjög erfitt í framburði RÚV. Svo sem í lagi í skammstöfunni ÍAV þar sem það er borið fram sem vaff. Útlendingur gæti spurt; "What does RÚV stand for "? Uuh, State..out ..throw.., or cast ! " Okey" ! Útvarp Reykjavík var krúttlegt nafn,sérstaklega þegar Jón Múli og aðrir útvarpsþulir hans tíma lásu upp nafnið. Síðan þurfti endilega að kenna það við ríkið til aðgreiningar frá öðrum stöðvum ,en það vildi svo undarlega til að þær voru alls ekki til staðar. Og síðan voru menn ekki frumlegri en svo að gera skammstöfun úr þessu orðskrípi; Ríkis-út-varpið, RÚV. Helst er hægt að bera það fram sem RÚF og þá með skýru F- hljóði. Á ensku bréfsefni stendur efalaust: The Icelandic National Broadcasting Service og hljómar vel og segir það sem segja þarf. Kannski er þó orðinu National ofaukið. Í guðana bænum komið með skammstöfun, sem hægt er að tengja landinu með Í en ekki ríkinu með R. Íslenska ríkissjónvarpið eða ÍRS væri svo sem ágætt nafn og útvarpið ( hljóðvarpið ) væri svo undirnafn, RÚV ( RHV ) með Rás 1 og Rás 2
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.