Seðlabankinn hækkar vexti, nú nú.

Nú á að hækka vextina af því að verðbólgan eykst. En eins og allir vita hækkar verðbólgan með verðtryggingunni vexti sjálfkrafa. Þurfa einhverjir spekingar að koma saman reglubundið og hækka eða lækka stýrivexti um 0.25 ? Er ekki hægt að hafa vexti fasta td 1 %, kannski 1.5 eins og víðast þekkist annarsstaðar og láta verðbólguna síðan um rest meðan verðtryggingin er við líði.

 Hvað er annars að frétta af afnámi hennar ? Vonandi gleyma þingmenn sér ekki við fréttir af sandmokstri í Bakkafjöru  ( Landeyjarhöfn ) og við að lesa skýrslur um að sandurinn hætti að hækka í höfninni ef keypt verður skip sem ristir grynnra ! Einhvernvegin þurfa góðir menn að koma að málum, eins og verið sé að reisa stórhýsi, sem þarf að vera rétt gert frá grunni og upp úr. Hér er alltaf verið að tjasla upp húsi sem engin af byggjendum getur verið sammála um hvernig eigi að vera. Fyrir utan að undirstaðan er mjög veikburða. Á meðan gengur hvorki né rekur hjá  almennum launamönnum og þeim Íslendingum sem eru skuldum vafðir. Hvort sem lán þeirra voru lögleg eða ekki þá ræður fólk ekki við þessa háu greiðslur samanlagðra vaxta og verðbóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband