3.11.2011 | 20:02
Tveggja skipa lausn fyrir Vestmannaeyjar
Margir hafa tjáð sig hér á blogginu um samgöngumál Vestmannaeyinga á sjó. Fólk hefur eðlilega haft áhyggjur af framvindu Landeyjarhafnar og hvort hún eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á þjóðinni um langa hríð. Hugsanlega ónothæf fyrir stærri skip. Sjálfum hefur mér fundist undarlegt hvað Eyjamönnum sjálfum hefur fundist það mikilvægt að sigla eingöngu til Landeyjarhafnar og leggja á það áherslu að skipta út Herjólfi fyrir hentugra skip. Það hefur verið fundið út að sparnaður á tíma fyrir þá sem ætla til Suðvesturhornsins er hverfandi eða innan við hálftíma munur á hvort farið er um Landeyjarhöfn eða um Þorlákshöfn ef fólk ætlar á Höfuðborgarsvæðið.
Nú verður umferðin langmest um Landeyjarhöfn að sumarlagi,um háferðamannatímann. Er nokkuð fráleitt að tvö skip verði í gangi að sumarlagi. Minna og hentugra skip sem siglir á Landeyjarhöfn og Herjólfur til Þorlákshafnar en eina ferð á dag hálft árið. Síðan sigli aðeins Herjólfur til Þorlákshafnar að vetrarlagi þ.e.um 6 mánuði. Nýtt skip mætti efalaust taka á leigu til að byrja með til að sjá hvernig þessi tilhögun reynist.Það á ekki að vera flókið að finna út rekstrargrundvöllinn í þessu dæmi. Vonum að Landeyjarhöfn haldist opin án mikils tilkostnaðar. Eru ekki allir hættir að hugsa af alvöru um Hovercraft ferjur ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.