Bætur fyrir gallaða vöru

Hef ekki heyrt að til standi að fara í skaðabótamál gegn framleiðanda í Frakklandi vegna gallaðra brjóstapúða.Hann er efalaust ekki "gjaldfær" eftir að allir púðarnir reyndust meira eða minna gallaðir. Þeir sem leyfðu framleiðsluna án athugasemda,þ.e. obinber eftirlitsstofnun er þá skaðabótaskyld og þar að baki hlýtur að vera tryggingafélag. Augljóslega er sjálfsagður hlutur, að íslenska ríkið sæki bætur fyrir hönd þeirra kvenna sem keyptu púðana og lentu í þessum hremmingum. Þar að auki ætti kostnaðurinn við ígræðslurnar, aðgerðin við að fjarlægja púðana og setja aðra í staðinn, að falla á tryggingafélagið, sem annað hvort er franskt eða samevrópskt.
www.mbl.is
Af 41 konu með PIP-brjóstapúða sem hefur verið ómskoðuð eru 34 með leka púða. Samsvarar fjöldinn því að rúmlega 80% kvennanna séu með leka púða en gert hafði verið ráð fyrir að hlutfallið myndi nema frá 1-7%.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband