21.4.2012 | 12:56
Ánægjuleg frétt frá ÍLS
Nú er greinilegt að ÍLS verður að hraða lagabreytingu til að geta boðið óverðtryggð lán. Er nokkuð skrítið að fólki finnist nóg komið eftir að hafa búið við verðtryggð lán mjög lengi.Eftir að bankarnir sáu að fólk var hætt að taka lán og fjármögnun húsnæðis var í hlutlausum gír fóru þeir að bjóða óverðtryggð lán. Þá tók fólk við sér sem er vel. Nú skiptir mestu að vextir verði sanngjarnir og ásamt afborgunum viðráðanlegir. Skemmtileg tilbreyting fyrir alla að sjá lán sín lækka við hverja greiðslu. Nokkuð sem ekki hefur gerst hér á landi í hartnær 40 ár. Síðan gæti verðbólga jafnvel lækkað hratt þegar enginn hefur lengur hag af henni.
Óverðtryggð lán í boði hjá ÍLS í lok sumars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að gera lagabreytinguna.
Nú þarf Guðbjartur velferðarráðherra bara að gera eina reglugerðarbreytingu.
Og svo verða fjárfestar auðvitað að kaupa óverðtryggð HFF bréf þegar þau koma á markað!
Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2012 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.