Athafnir í stað orða 3. grein

Það harðnar á dalnum þegar fólk kemst á lífeyrisaldur og þarf að hætta að vinna. Ef það hefur safnað skuldum eða þarf að leigja sér húsnæði auk þess að reka bifreið þá hrekkur lífeyrir skammt. Hann er líka langt frá því að ná lágmarks framfærsluviðmiðum. Í þessum greinum snúast skrif mín um háa vexti auk verðtryggingar á þá og athafnaleysi stjórnvalda að taka á þeim vanda. Verðbólga er ekki séríslenskt fyrirbæri en það er verðtryggingin. Erlendis er væg verðbólga til marks um að hagvöxtur er í gangi en það eru talin hættumerki ef hún nálgast núllið eða verður neikvæð.

Kaupverð innfluttra vara til landsins er síbreytilegt og langoftast fer það hækkandi. Launahækkanir í útlöndum er hinsvegar ekki af sama skapi og hér hefur þekkst. Hérna geta þær tekið slík stökk að þeirra gætir strax í hækkuðu verðlagi, sem að sama skapi eykur verðbólgu og hækkar lán landsmanna. Ef krónan gefur eftir á sama tíma verður óðaverðbólga, afborganir lána verða ofviða fólki og í vesta falli verður hrun eins og varð 2008.

Það eru um sjö mánuðir eftir af kjörtímabilinu og enn hefur ekki verið raunverulega tekið á skuldum heimila og fyrirtækja með niðurfærslu skulda og endurgreiðslu oftekinna afborganna af lánum. Það var strax bent á þetta eftir hrun en svarið hefur verið að það kosti ríkissjóð og fjármálastofnanir of mikið. Eðlilega, ef það kostar 100 milljarða eru þessir 100 milljarðar ofteknir af lántakendum og þeim ber að skila og án eftirsjár.

Aðilar vinnumarkaðar búa við vinnulöggjöf þar sem samið er um kaup og kjör. Ef fer í hart er boðað til verkfalla, nú eða verkbanna eftir atvikum. Launþegar ná fram leiðréttingum með verkfallsréttinum og samningum. En lántakendur þessa lands eru án samtakamáttar og án samningsréttar en neyðast til að taka lán á þeim vöxtum sem bjóðast með verðbólguna sem algjöran óvissuþátt. Ég og fleiri lántakendur höfum lengi beðið eftir leiðréttingu lána. Margir hafa misst húsnæði sitt af framangreindum ástæðum,fólk á öllum aldri. Ef farið er í bankann og "tölvan segir nei !",þú stenst ekki greiðslumat og verður að selja ofan af þér eða lenda í nauðungarsölu, þá segi ég frekar: Er ekki eðlilegra að fara í "greiðsluverkfall " sem er einungis jafn ólöglegt og verðtryggingin sem bætist ofan á hæstu vexti sem þekkjast í samanburðarlöndum. Stjórnmálamenn,boltinn frægi er hjá ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband