3.10.2012 | 20:45
Hvar eru mótmælendur nú ? Þjóðarmorð í Sýrlandi
Næstum daglega berast okkur fréttir af blóðugum átökum í Sýrlandi. Þar djöflast einræðisherra sem þekkir ekkert annað en að hann sé réttborinn til valda um aldur og ævi við að murka lífið úr samlöndum sínum. Til þess notar hann heraflann útbúinn vopnum að mestu frá Rússlandi. Eins og hann haldi að bráðlega vinni hann sigur og þá verði allt sem fyrr. Eins og forsætisráðherra Tyrklands sagði fyrir nokkru síðan; Assad er pólitískt búinn að vera. En það er ekki nóg, það verður að stöðva hann.
Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi sem vildu halda áfram arabíska vorinu svonefnda eða lýðræðisbylgjunni stóluðu efalaust á stuðning Vesturveldanna. Að þau gripu inn í líkt og þau gerðu í Lýbíu og komu þannig í veg fyrir þjóðarmorð af völdum Gaddafis. Nú er öryggisráðið og SÞ máttvana vegna neitunarvalds Kína og Rússlands og geta ekki framfylgt ályktunum um að grípa inn í á afgerandi máta. Utanríkisráðherra okkar Össur Skarphéðinsson hélt merka ræðu um þetta ástand nýlega á þingi SÞ. Ekki verður vart við nein viðbrögð almennings gagnvart framgangi Rússlands og Kína. Engin mótmæli almennings við sendiráð þeirra,engar viðskiptahindranir annarra stórvelda, engar refsiaðgerðir. Einungis máttlitlar yfirlýsingar stjórnmálamanna á meðan sýrlenska þjóðin berst á banaspjótum ólýsanlegra hörmunga. Hvar eru mótmælendur nú ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.