Það er undarlegur andskoti....

.....að þegar lítið sem ekkert er byggt af nýju húsnæði, skuli hækkun byggingarvísitölu um 3.5 %,      (0.5 % frá fyrra mánuði ), vega þungt í neysluvísitölu sem aftur leiðir til hækkunnar lánanna okkar þrátt fyrir aðeins örfáir standi í byggingarframkvæmdum.

 Auðvitað er þetta dæmi um að útilokað er að útbúa hina fullkomnu neysluvísitölu og þess vegna eru þær, að mínu mati, allar lögleysa. Ekki síður er alvarlegt að lítill sem enginn hvati verður til  bygginga á næstu árum vegna síaukins kostnaðar. Ennþá minni hvati verður fyrir allan almenning að kaupa sér nýtt húsnæði. Húsnæði sem greitt er fyrir með lánum á okurvöxtum, samansettum af föstum vöxtum og verðtryggingu. Spor síðustu ára ættu að hræða fólk nægilega til þess, þar eð þúsundir íbúða hafa endað í "faðmi " lánastofnanna en eigendur þeirra hafa endað eignalausir og jafnvel á götunni. Ástandið er þjóðhagslega mjög alvarlegt og verður aldrei of oft ítrekað við stjórnvöld. Stjórnvöld sem ennþá eru ekki komin upp úr hrunförunum frá 2008 og hafa því í ótalmörgu að snúast.


mbl.is Vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband