Reglusami leigusalinn

Oft vill staða manna í þjóðfélaginu verða misjöfn og af misjöfnum ástæðum. Stundum vill það verða fyrir atbeina ríkisvaldsins, sem oftar en ekki, leitar sér skatttekna. Það getur gripið til þess ráðs að hækka skatta á tóbaki, víni og  bensíni  jafnvel á því öllu í sömu vikunni. 

Þetta kemur sér mjög illa fyrir leigjanda einn sem er frekar vínhneigður og gott ef hann reykir ekki í þokkabót. Auk þess er bíll hans gamall orðinn og eyðir miklu bensíni. Þessi tekjuöflun ríkisins kemur því illa við pyngju hans. Ekki er nóg með það heldur hækkaði húsaleigan á íbúðinni enda er hún tengd hinni alræmdu neysluvísitölu sem hækkaði heilmikið við að ríkissjóður vildi afla sér tekna á áðurnefndan hátt. Lenda afleiðingar því af tvöföldum þunga á leigjandanum sem reyndar má ekki við útgjöldum sem hann átti alls ekki von. Fljótlega má hann svo reikna með að gamla bílalánið hækki þegar bankinn hefur reiknað það út.

Leigusalinn aftur á móti er reglusamur og ekur um á nýjum bíl sem eyðir svo til engu, borgar varla nokkra skatta af af honum og fær auk þess frítt í stæði þegar hann þarf að leggja í miðbænum.   Skyndilega aukast greiðslur inn á reikninginn hans fyrir húsaleiguna og áfram á hverjum mánuði, allt frá því að skattahækkanirnar ríkisins tóku gildi. Ekki hefur hann þó sjálfur gert mikið, jafnvel ekkert til að þéna þessa umframpeninga. Nú vitum við ekki hvort þessi ímyndaði leigusali hafi tekið stór lán í banka til að fjármagna íbúðina og bílakaupin en þá verður dæmið flóknara og er aðeins fyrir þá sem  lengra eru komnir í hagfræðunum.     

Auðvitað er þetta dæmisaga, leigjandinn er almennur lántakandi en leigusalinn er banki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband