Losnum við úr ánauðinni ?

Vil benda á frábæra grein eftir Valdimar K Jónsson fyrrverandi prófessor í Mbl 14 mars. Þar skýrir hann þá hluti sem þarf að skýra um tilurð verðtryggingar og afleiðingar hennar vegna tengingar hennar við neysluvísitölu. Einnig sýnir hann glögglega á línuriti þróun hennar.  Nú vil ég spyrja nokkurra spurninga sem við þurfum að fá svör við sem fyrst.

1. Hvers vegna eiga lántakendur, sem bæði áttu lán frá því löngu fyrir hrun og þeir sem tóku ný 2005 -2007 að taka þennan stóra skell sem varð við hrun fjármálafyrirtækja, ÍLS og sumra lífeyrissjóða ?

Bankarnir sem voru komnir í tífalda þjóðarframleiðslu með velþóknun ríkisvaldsins, sem sáu fyrir sér landið sem fjármálamiðstöð. Þegar lánalínur lokuðust frá erlendum bönkum hrundi allt ( kannski sem betur fer, annars hefði ástandið bara versnað ).

Á grafinu hjá Valdimar sést hve mikilar fjárhæðir fóru úr vösum lántakenda til fjármálakerfisins, aldeilis óforvarendis vegna tengingar við neysluvísitölu sem hvergi er notuð nema hér og er örugglega kolólögleg. Hafði hún þó verið nokkuð til friðs fram til 2005-6 og haldið í við hækkun húsnæðisverðs.

2. Hvers vegna er þessum peningum ekki skilað umyrðalaust ?

Fólk tók lán í góðri trú um að verðbólga héldist óbreytt, um 2 % og þeir sem voru vantrúaðir á það tóku lán í erlendri mynt og á lágum vöxtum. Þeir fengu leiðréttingu, hinir eru eftir.

3. Hvers vegna eru sumir stjórnmálamenn að draga lappirnar hvað það varðar og benda í staðinn á að ekkert geti lagast nema að fá nýjan gjaldmiðil með inngöngu í ESB ?

Í kvikmyndinni Lincoln sem fjallar um forsetann og afnám þrælahalds í Bandaríkjunum kom berlega í ljós að þingið þorði tæpast að gefa þeim ánauðugu frelsi, " vegna þess að þingið vissi ekki hvað tæki við þegar þeir yrðu frjálsir menn."  Frjáls, loksins frjáls, sögðu bandarísku leysingjarnir að fengnu frelsi. Er tími okkar lántakenda kominn ? Vonandi er það sem tekur við að verðtryggingunni afnumdri og leiðréttingu skulda, mun betri hagstjórn !  X G

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband