Til varnar Borgartúni

Má til með að "drepa niður penna " vegna breytinga á Borgartúni. Í  Mbl í dag er talað um gagnrýni framkvæmdastjóra við götuna sem segir að breytingarnar séu ekki til góða. Er ég honum sammála ,því að seint verður það, að umferð gangandi muni aukast vegna útlitsbreytinga. Nægilegt er að hafa hjólastíg á gangstétt norðanmegin, hitt er eyðsla á dýrmætu plássi.. Það hefur verið ánægjulegt að horfa á hina miklu uppbyggingu sem hefur orðið á Borgartúni frá því að við, nokkrir tæknimenn á Gatnadeild borgarverkfræðings hönnuðum götuna fyrir u.þ.b. 30 árum.  Bílastæðum ætti að halda að mestu óbreyttum. Í Borgartúnið kemur fólk á bílum eða í strætó og þannig verður það næstu 30 árin hefði ég haldið. Hvað segja aðrir þeir sem eiga hagsmuna að gæta við götuna ? 

Við þetta má bæta 30. okt 2013, að götumyndin lítur ágætlega út en akbrautin er of mjó og maður sér eftir þvi að hjólastígar, sem ég vil meina að sárafáir muni nota í nýju  Borgartúni, skuli hafðir í báðum gangstéttum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Fyrir okkur sem förum um á hjóli eða gangandi er Borgartúnið hrein martröð. Strætisvagnafarþegar þurfa líka að geta gengið um og meira að segja bílstjórar breytast í fótgangendur um leið og þeir stíga út úr bílnum. Gangstéttar eru illa hannaðar, skemmdar og sundurskornar af inn- og útkeyrslum. Maður veit ekki í hvaða átt á að líta því bílar geta komið að manni úr öllum áttum. Reykjavík er alltof mikið hugsuð fyrir bíla, fyrir aðra en bílstjóra er slík hönnun mannfjandsamleg. Hefurðu prófað að koma gangandi að Kringlunni? Ertu viss um að þú myndir finna inngang? Maður sér ekki annað en innkeyrslur í bílageymslur og hraðbrautarslaufur. Ef einhverjar breytingar eru þarfar þá þessar.

Sæmundur G. Halldórsson , 4.7.2013 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband