Dugar ekki ein braut á Reykjavíkurflugvelli ágætlega ?

Það væri synd ef Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður af og flugi hætt þaðan endanlega. Jafnframt er sárt að geta ekki nýtt það byggingarland sem völlurinn stendur á til annara nota. Sem algjör leikmaður í flugmálum spyr ég hvort ekki megi með góðu móti notast einungis við aðra af stóru flugbrautunum. Rök sama leikmanns eru þau að úti á landsbyggðinni eru allsstaðar eins brautar vellir, þar sem oft þarf að glíma við erfiðari veðurskilyrði en eru í Reykjavík. Auk þess er örstutt í varaflugvöll í Keflavík ef veður skyldi hamla lendingu. 

Upphaflega, fyrir um 70 árum var völlurinn hugsaður sem millilandaflugvöllur fyrir flugvélar alls óskyldar þeim sem nú fljúga.  Er ekki unnt að komast að sátt á þennan máta og tryggja, með annarri íbúakosningu, jafnvel allra landsmanna að önnur braut vallarins verði þar áfram og starfsemi hans þar með tryggð til framtíðar. Fólk þarf einnig að hafa í huga að umferð á vegum úti eykst mjög ef innanlandsflug leggst af og gæði sjúkraflugs breytist einnig til hins verra 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband