Ábyrgð sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu

Þegar bátur steytir á skeri eða skip strandar er leitað skýringa og sjóslysanefnd kölluð til . Farið er ítarlega yfir rás atburða og menn dregnir til ábyrgðar ef þurfa þykir. Sigli þjóðarskútan í strand segja

segja áhafnarmeðlimir, stjórnmálamenn; nú þurfum við að snúa bökum saman og ekki horfa til baka.

Ábyrgðin ? Jú þeir gætu átt á hættu að missa starfið sitt eftir næstu kosningar ef kjósendum sýndist svo. Vegna ofurtrúar almennings á frjálsan markað er þeim líka flest fyrirgefið og alvarlegustu sökinni skellt á heimsviðskiptin,sem nú um stundir er vissulega rétt. Lánsfé í gjaldeyri varð skyndilega uppurið. Stórar bankastofnanir í útlöndum lögðust á hliðina og upphaf þess fárviðris rakið til undirmálslána til íbúðakaupa í Bandaríkjunum.

Hér virtist fyrir nokkrum  misserum allt vera fljótandi í peningum, sem það vissulega var meðan aðgangur peningastofnanna að erlendu fjármagni til næstum hverskonar framkvæmda eða kaupa á fyrirtækjum var óheftur.

Lánshæfismat bankanna, með öðrum orðum traust til þeirra, var mjög gott.

En húsnæðislán til langs tíma, 25-40 ára hlýtur að vera áhættusöm atvinnugrein þar sem hún hlýtur að byggjast á endurfjármögnun erlendis frá og það áttu kannski bankamenn að vita.

 En nú loksins að þætti sveitarfélaganna hér á höfuðborgarsvæðinu. Hér ríkti mikil framkvæmdagleði og mikil samkeppni um nýja íbúa þeirra á milli. Hér áður fyrr var visst jafnvægi milli mannafla í byggingariðnaði og eftirspurnar eftir nýju húsnæði af öllu tagi. En með frjálsu flæði vinnuafls frá fátækari löndu ESB birtust hér skyndilega röskir menn,sem einnig voru tilbúnir að vinna á töxtum sem Íslendingar höfðu ekki litið við lengi. Og þá tók nú framkvæmdagleðin við sér fyrir alvöru.

 En hver er svo niðurstaðan ? Jú,það er algjörlega nauðsynlegt að gera áætlanir sameiginlega fyrir þörfina á höfuðborgarsvæðinu ,bæði fyrir atvinnuhúsnæði,verslunarhúsnæði og ekki síst íbúðarhúsnæði.

Það er algjörlega óviðunandi að "markaðurinn ráði þessu "vegna yfirdrifins lóðaframboðs og það séu bankastjórarnir sem stoppi þetta þegar í óefni og fjöldagjaldþrot er komið með: " úps, því miður,engir peningar til."

Ekkert er eins kostnaðar- og áhættusamt og að byggja upp heilu íbúðarhverfin með allri þjónustu af hálfu sveitarfélaganna,sérstaklega ef ekki finnast kaupendur að eignunum. Ef ekki er hægt að gera þannig sameiginlegar og ábyrgar áætlanir um byggingar og lóðaúthlutanir á höfuðborgarsvæðinu nema með sameiningu sveitarfélaganna, þá verður sú sameining að eiga sér stað. 

 Með baráttukveðjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband