7.11.2008 | 12:56
Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðrir sjálfsagðir hlutir
Það stefnir í kosningar. Kannski eru aðeins nokkrir mánuðir þangað til. Stjórn sem hefur klúðrað málum jafn átakanlega hlýtur að víkja fyrr frekar en síðar. Þess vegna má engan tíma missa fram að kosningum til að laga þá hluti sem þarf í stjórnarskrá og krefst tveggja kosninga. Þar nefni ég framsal valds til erlendra stofnanna eða upptaka annars gjaldmiðils. Þetta þarf að undirbúa fljótt og vel. Að mínu mati mætti einnig athuga hvort núverandi kjördæmaskipun sé sú rétta. Margir eru hlynntir því að landið verði eitt kjördæmi en einnig gæti komið til greina að því væri skipt í tvö kjördæmi. Annars vegar höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggðin og því samfara einhver fækkun þingmanna með einhverri réttlátri skiptingu milli kjördæmanna tveggja.
Að mínu mati er núna nauðsynlegt að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Sveitarfélag sem í fyrstu væru með sameiginlega fjárhagsáætlun, þ.e. útsvarstekjur sem og skipulag og stjórn svæðisins. Þó væri góð tenging í fyrri bæjarstjórnir sem að einhverju leiti störfuðu áfram og með sína fulltrúa í aðalstjórn. Nú eru íbúar ( 1 des 2007 ) 200.000 og bæjar- og borgarfulltrúar 63. Eðlilegt væri að sú aðalstjórn væri skipuð um 30 fulltrúum í nokkuð réttum hlutföllum við íbúa núverandi sveitarfélaga alla vega fyrsta kjörtímabilið. Þarna veldust vonandi fljótlega hæfir nýir fulltrúar í bland við þá sem við treystum af þeim sem nú stjórna.
Tökum nokkur dæmi: Hafnfirðingar felldu stækkun álvers,sem er ekki síður hagsmunamál alls svæðisins.
Það er aðkallandi að koma upp orkufrekum iðnaði ( stóriðju) á höfuðborgarsvæðinu og væri t.d.ekki góð staðsetning hennar á Geldinganesi. Sjáum við fyrir okkur að það væri framkvæmanlegt án undangenginnar sameiningar.
Nú er nauðsynlegt að hreinlega ákveða hvað af þessum hálfbyggðu svæðum sem unnin hafa verðið að mestu sem einkaframkvæmd verði látin hafa forgang í uppbyggingu og reynt að losa þann skuldaklafa sem á þeim framkvæmdaaðilum hvílir. Og svo margt annað sem ekki er rúm fyrir að telja upp. Sem sagt; nú í allri óreiðunni tökum við höndum saman og byggjum betra samfélag á grunni þess gamla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.