Ögurstund á Alþingi

Í dag er merkisdagur. Þá hefst umræða um vantraust á ríkisstjórnina og atkvæðagreiðslan fer fram í kvöld. Þá reynir á stjórnarþingmenn hins stóra meirihluta. Hvort þeir þekki sinn vitjunartíma eða hvort þeir ætli sér að sitja áfram í óþökk meirihluta þjóðarinnar, sem samkvæmt  nýrri skoðanakönnun er tæp 70 % kjósenda.
Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins finnst eflaust öllum ekkert sjálfsagðara en að sitja áfram allt til loka kjörtímabilsins enda munu kosningar á næstu mánuðum væntanlega skaða flokkinn. Eftir 17 ára stjórnarsetu finnst þeim líka efalaust sjálfsagður hlutur að þeir haldi áfram um stjórnvölinn. Öðru máli hlýtur að gegna um þinglið Samfylkingarinnar. Þeir eru menn að meiri að taka undir kröfuna um að sú stjórn sem leiða á okkur út úr ógöngunum þurfi nýtt umboð. Það er í sjálfu sér réttmæt skoðun að þessi stjórn sitji áfram sem starfsstjórn og hafi þá alla möguleika að vinna sig í álit fyrir kosningar í vor en það er hávær krafa sem getur ekki hafa farið fram hjá valdhöfum. Þessu ófremdarástandi verður að linna. Þeir stjórnarþingmenn sem samþykkja vantraustið eða sitja hjá í atkvæðagreiðslunni í vikunni munu verðskulda þingsæti öðrum fremur þegar að kosningum kemur,sem vonandi verða við fyrstu hentugleika.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Í dag er dagur samviskunnar á alþingi. Nú sjáum við hver er hver og fyrir hvað fólkið þarna raunverulega stendur. Eiginhagsmuni eða flokkshagsmuni ..eða fólkið í landinu.  Það kemur svo líka í ljós í hkvöld í Háskólabíói hvaða ráðamenn vilja tala við fólkið sitt. Kemur í ljós.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.11.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband