Nýtt umboð þýðir bara nýtt umboð

 

Maður hafði það á tilfinningunni horfandi á umræðurnar á þingi um vantraust á ríkisstjórnina að þær væru til þess gerðar að nú ætti stjórnin að víkja og stjórnarandstaðan að taka við og ekki seinna en á nýjársdag ! Og að það væri ótimabært vegna anna við björgunarstörf og lánsumleitanir. Þetta er misskilningur. Þjóðin vill kosningar þar eð hún treystir ekki núverandi stjórn vegna þeirra hremminga sem hér hafa dunið yfir. Með vorinu, þegar verkefnahraukurinn hefur minnkað, er sjálfsagt að kjósa og þá koma allir flokkar til leiks af endurnýjuðum krafti.

Það þarf að kjósa með styttra millibili, þó ekki væri nema vegna breytinga á stjórnarskrá, vegna hugsanlegra upptöku annarar myntar,valdaafsals til  ESB og vonandi um breytta kjördæmaskipan. Í kjölfarið kæmi  fækkun þingmanna ef kjördæmin yrðu aðeins eitt eða tvö. Ástandið lagast ekki nema að við sjáum í augsýn nýtt Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband