Er hátekjuskattur táknrænni en aðrir skattar ?

 Nýjustu aðgerðir ríkisstjórnar vekja furðu. Fólk sættir sig ef til vill við eins stigs prósentuhækkun skatts vegna aðsteðjandi vanda en hækkanir á áfengisgjaldi,bensíni og vörugjöldum er algjörlega óskiljanlegar. Þessar aðgerðir hækka að sjálfsögðu neysluvísitölu og þar af leiðandi öll verðtryggð lán. Jafnvel þótt neyslan stórdrægist saman. Neysluvísitalan mælir nefnilega ekki neyslu heldur hækkun vöruverðs. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs eru aðeins helmingur af áætlaðri hækkun lánanna !!

Má ég þá frekar biðja um frekari hækkun skatta og þá sérstaklega um fjölgun skattþrepa. Það verður að finna sanngjarna leið sem almenningur sættir sig við á þessum tímum þannig að þeir sem meira mega sín greiði hlutfallslega hærri skatt. Og þá er hátekjuskattur allra síst undanskilinn. 

Fjölgun skattþrepa er eina úrræði ríkisins til að halda aftur af græðginni, sem hefur komið okkur illilega í koll, ásamt vönduðu regluverki um lánastarfsemi. Strangt eftirlit með fjárfestingum ætti líka  að vera bundið í lög. Eða er það í lagi að einn einstaklingur geti óátalið tapað 60-70 milljörðum á einu ári í "áhættufjárfestingum" ? Er heimskapítalisminn ekki búinn að læra sína lexíu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband