16.12.2008 | 13:46
Að drepa máli á dreif
Ekki er nóg með að "okkur íslendinga setji hljóða er við heyrum rök" heldur drepum við umræðunni á dreif þegar hún ætti að snúast um aðsteðjandi vandamál sem krefjast skjótra ákvarðanna.
Á þetta jafnt við um pólitíkusa sem skríbenta fjölmiðlanna Dæmi 1. Í síðustu borgarstjórnarkosningum fór mikill tími umræðnanna hjá frambjóðendum og fleirum um hvort Reykjavíkurflugvöllur ætti að vera eða fara. Þó var búið að ákveða, meira að segja í lýðræðislegum kosningum, að hann yrði á sínum stað til 2016. Dæmi 2. Nú þegar mest á ríður að bjarga, allt að því þjóðargjaldþroti með lögsókn á hendur Bretum vegna bankahrunsins, nú eða að taka upp nýjan gjaldmiðil, þá fer umræðan að snúast um inngöngu í ESB. Nokkuð sem gæti orðið að veruleika eftir 5-10 ár. Getur ekki einhver frjálshuga þingmaður borið fram tillögu á þann veg að nú verði málum við Breta komið á hreint. Frestur er að mér skilst til 7.janúar 2009. Annað hvort verður sú tillaga samþykkt eða felld. Eða er Alþingi einungis afgreiðslustofnun ríkisstjórnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.