26.12.2008 | 17:22
Evran er of dýru verði keypt.Hvað með sterlingspundið ?
Langflestir eru inná því að krónan er ekki framtíðargjaldmiðill okkar Íslendinga. Evran fæst ekki tekin upp einhliða nema í óþökk Evrópusambandsins en stjórnarflokkarnir eru þó í óða önn að fara að athuga hvort eigi nú ekki að fara að athuga með aðildarumsókn. Ég er svo handviss um að þjóðin muni fella inngönguna þegar hún sér kostina og gallana í þjóðaratkvæðagreiðslu, að allt þetta ESB-tal er bara margra ára tímaeyðsla. En það er nú nöturlegt ef Samfylkingin nær að svínbeygja Sjálfstæðisflokkinn af leið, bara til að halda lífi í þessari óvinsælu stjórn.
En aftur að gjaldmiðlinum og þá væri nú ekki verra að stjórnin gerði vitrænar athuganir á því hvað er í boði. Þessir eru kostirnir:
1. Halda í hálfónýta krónu og henni samhliða óheyrilegir vextir, óðaverðbólga og höft.
2. Evran, hana má ekki taka upp nema í óþökk ESB, en fordæmið frá Svartfjallalandi gefur okkur þó smá von með það.
3. Norska krónan. Við eigum margt sameiginlegt með Norðmönnum, þó helst það að vera með þeim í EES og utan við ESB. Hefur eitthvað verið látið á það reyna að taka upp norska krónu. Eða er látið duga neikvætt svar forsætisráðherra þeirra við spurningu blaðamanns um það efni.
4. Dollarinn, er hann ekki fullfjarlægur okkur ?
5. og síðasta. Pundið. Við sitjum í súpunni með Bretum, okkar helsta viðskiptalandi. Eftir er að semja við þá og gera upp eignir og skuldir a.m.k. bankanna. Vonandi höldum við öðrum eignum þar líka ,þannig að fólkið sem í þeim fyrirtækjum vinnur,um 65.000 manns, haldi vinnunni. Er ekki unnt að athuga þann kost í leiðinni þegar kemur að samnings- og uppgjörsmálum í því, sem breskir kölluðu svo hnittilega í oktober, The cold war. Minni svo á að það þarf að breyta stjórnarskrá Íslands til að taka upp annan gjaldmiðil.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála flestu hér, en þó: 1) Jú, krónan er ónýt. 2) Evran er líklega málið, það eru til Krýsuvíkurleiðir að henni, athuga þetta og hitt, drífa í að taka hana upp, hafna aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu en halda áfram með Evruna. Hún er þó dýr núna 3) Ég hef helst mælt með norskri krónu og nú er hún ódýr. Sveiflur þeirra og vextir fylgja okkar. En eitthvað gengur treglega að fá Norðmenn og aðra til að samþykkja að vera lánveitandi til þrautavara og bera ábyrgð á okkur! 4) USD er auðveldast að taka upp strax. Hann stefnir þó fram af björgum með 15 trilljóna USD skuld á bakinu og allt í mínus. Engir vextir hæfa varla Íslandi! 5) GBP verður tæpast tekið upp hér. Bretland fór illa með okkur og vill sannarlega ekki bera ábyrgð á okkur. það fellur hratt í átt að Evru (hún er nú 96% þess) og vandræði þeirra eru að byrja. Ef þau verða jöfn þá gæti Bretlandtekið upp Evru.
Semsagt, tökum Evruna upp en göngum ekki á ESB!
Ívar Pálsson, 28.12.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.