9.3.2009 | 10:43
Litið til framtíðar
"Það er allt að gerast" er viðkvæðið í dag og orðið "rússibanareið" er líka viðhaft þegar atburðarásin krefst þess að fólk haldi sér fast og allt er í óvissu. Rússíbaninn endar þó alltaf á sama stað og hann byrjaði fari hann ekki af sporinu. Hvað með okkur í farþegasætunum ? Hvenær verður ástandið aftur eðlilegt, og hvað þarf að gerast til þess að að svo verði? Höfum við þolinmæðina til langs tíma og kjósum við yfir okkur nógu hæft fólk til að leiða okkur að viðunandi ástandi? Hver eru viðunandi lífskjör sem miðast við þjóðarframleiðslu og er ekki haldið uppi af erlendum lántökum eins og var í sýndarvelmegun síðustu ára?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.