Á stjórnlagaþingi

 Í Wikipediu stendur eftirfarandi um stjórnlagaþing.

  "Stjórnlagaþing er samkoma manna, sem stofnað er til í þeim tilgangi að vinna að stjórnarskrá ríkis. Getur vinnan miðað að því að búa til annaðhvort alveg nýja stjórnarskrá eða breyta eldri stjórnarskrá.Í lögfræði er talað um að stjórnarskrárgjafinn setji stjórnskipunarlög (þ.e. stjórnarskrána) en slíkt er ekki á færi löggjafarvaldsins, framkvæmdarvaldsins eða dómsvaldsins. Væri stjórnlagaþing dæmi um slíkan stjórnarskrárgjafa.Stjórnlagaþing hefur aldrei verið haldið á Íslandi, en slíkar samkomur hafa þekkst í öðrum löndum. Þannig má nefna að 1848 var kosið til stjórnlagaþings í Danmörku og var útkoma þeirrar vinnu stjórnarskrá, sem afnam einræði í Danmörku og kom á þingbundinni konungsstjórn."

Nú sýnist mér fjármálaráðuneytið heldur betur hafa reiknað stjórnlagaþingið út af borðinu og þá hvers vegna. Ekki nóg með það að áætla tímaramman allt að tveimur árum, 63 hálaunamenn með marga aðstoðarmenn og glæsihöll um battaríið. Það er held ég hvergi til forskrift að slíku þingi hvorki um fjölda þingmanna né um tímarammann..Og til stendur að kjósa þetta fólk af þjóðinni fyrst til að byrja með og síðan kjósa um niðurstöðina að henni fenginni. Ég hef nú eiginlega meiri áhyggjur af því að þessir 63 hálaunaaðilar verði dauðir úr leiðindum innan árs, hvað þá að þeir haldi þetta út í 24 mánuði. 

Ég hefði haldið að þessu mætti hespa af svona á tveimur sumrum og nýta til þess skólahúsnæði,sem stendur autt. Um 30 manns dygðu og fyrir mína parta treysti ég háskóla-og framhaldsskólakennurum,sem væru annað hvort kosnir af þjóðinni eða með tilviljanakenndu úrtaki,til að taka að sér verkefnið. Og fjármálaráðuneytinu vil ég benda á að árið 2007 er liðið, nú er árið 2009. Í hópi þeirra 17.000 sem nú eru án atvinnu má einnig finna mjög hæft fólk, sem sætti sig við lægri laun og gætu sinnt verkinu með sóma. Gætu milljarðarnir tveir kannski orðið að 300 milljónum?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband