5.4.2009 | 20:13
Hver verður svo eftirtekjan ?
Við Íslendingar höfum ekki séð hann svartari í langan tíma. Fyrir rúmu hálfu ári vissum við ekki betur en að allt væri í stakasta lagi. Nú sjáum við ekki til botns í skuldafeninu. Sem betur fer tókst að mynda nýja stjórn sem gat tekið að sér björgunaraðgerðir eftir strand þjóðarskútunnar. Það hefur aldrei gefist vel að þeir sem eftir standa hálflamaðir á strandstað taki þau verkefni að sér. Þau hafa þó verðið að mestu leyti hjálpsöm, undanskilið er málþófið um stjórnarskrána og stjórnlagaþingið sem leiðir til þess að kosningabaráttan verður í skötulíki, en í dag eru tæpar þrjár vikur til þeirra.
Samt er mér efst í huga að allur sá kostnaður sem við leggjum nú út í til að "rannsaka" ástæður bankahrunsins sem þarf víst að rekja allt til einkavæðingar þeirra. Að gígantísk töp bankanna, skildra og óskildra félaga skili sér til baka í formi skatta eða hárra sekta. Ekki sem kostnaðarsamar skýrslur geymdar á Þjóðskjalasafni eða léttvægir dómar að undangengnum kostnaðarsömum réttarhöldum. Ég tek undir með Evu Joly. "Follow the money" Hvað varð um allt þetta fé sem tapaðist og reynum að fremsta megni að endurheimta það. Það er óhugsandi að tugmilljarðar króna hverfi út í buskann á dagstund vegna vanhugsaðra fjárfestinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.