Aðeins um skipulagsmál og nýja samgöngumiðstöð

Í allri orrahríðinni í aðdraganda kosninga er skellt af stað verkefninu samgöngumiðstöð. Bygging sem búið er að vera í deiglunni í nokkurn tíma og er nú sett af stað korteri fyrir kosningar og ber keim af kosningaloforði í mynd atvinnuskapandi verkefnis,sem er gott og gilt á þessum síðustu og verstu. Það er rétt okkur vantar nýja flugstöð í stað þeirrar gömlu við Skerjafjörðinn en við höfum mjög vel staðsetta Umferðarmiðstöð þar sem BSÍ hefur staðið og stendur enn og þjónar bæði ferðum til Keflavíkurflugvallar og langferðabílum innanlands. Er auk þess í góðu göngufæri við miðbæinn og óspart notað af ferðafólki ásamt tengingu við leigubíla.

 Ef sameina á þetta tvennt í námunda við Valsvöllinn líst mér ekki á blikuna. Hafið þið, á góðum sumardegi og jafnvel að vetrarlagi, séð bílabreiðurnar við flugstöðina núverandi. Þangað koma nefnilega farþegar,ólíkt því sem gerist í útlöndum, á bílum og skilja þá eftir í lengri tíma auk þeirra sem vinna við flugið, en mæta ekki í lestum eða með strætisvögnum. Og þar að auki á þetta að vera til bráðabrigða! Að auki tel ég að umferðarlega sé þessi staðsetning langt frá því að vera fullhugsuð.

Ég legg til og vona að borgaryfirvöld hætti að kokgleypa svona atvinnuskapandi tillögur í aðdraganda kosninga, en halda  þess í stað BSÍ umferðarmiðstöðinni og byggi nýja flugstöð við hlið þeirrar gömlu við Skerjafjörðin. Sú bygging fengi síðan nýtt hlutverk þegar og ef flugvöllurinn víkur úr Vatnsmýrinni. Næg eru nú skipulagsslysin samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband