20.5.2009 | 14:43
Tap eins er annars gróði
Gaman væri ef einhverjir talnaglöggir í bankakerfinu gamla og þeim nýju, í Seðlabankanum og efirlitsstofnunum gætu komist að eftirfarandi og flokkað eftir löndum.
Hvað fór mikið fé, sem tekið var að láni í erlendum bönkum, og síðan lánað íslenskum fyrirtækjum til fjárfestinga erlendis,jafnt til fasteignakaupa sem til hlutabréfakaupa í góðri trú. Væri ekki fróðlegt að vita hvað Danir fengu mikla innspýtingu í sitt hagkerfi, Finnar,Svíar og Norðmenn. Nú, einnig Bandaríkjamenn og Bretar, Eystrasaltslöndin og fleiri lönd. Skyldu þeir ekki hafa tekið þessum fjárfestingum okkar fagnandi. Stærsta spurningin er auðvitað; hvers vegna fór þetta svona illa?
Einungis frá Danmörku heyrðum við niðurlægjandi athugasemdir um útrásina. Merkileg ummæli komu frá Bandaríkjamanni sem spurði hvort við værum enn vinaþjóðir, þrátt fyrir að undirmálslán Lehmans brothers og fall hans hefðu sett íslenska bankakerfið á hliðina. Margar þjóðir eiga okkur gott að gjalda fyrir óðagot útrásarmannanna og skelfing væri áhugavert að sjá þessar tölur á blaði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.